Golf

Ólafía keppir á LPGA-móti í Virginíu og leitar að kylfusveini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía keppir á tveimur LPGA-mótum í röð.
Ólafía keppir á tveimur LPGA-mótum í röð. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tekur þátt á Pure Silk Championship mótinu í golfi sem fer fram dagana 23.-26. maí. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi og fer fram í Williamsburg í Virginíu.

Ólafía var önnur tveggja sem fékk sérstakt boð frá styrktaraðilum að keppa á mótinu að því er fram kemur á kylfingur.is.

Tækifærið virðist hafa komið óvænt upp og Ólafía auglýsti eftir kylfusveini á Instagram í dag. Skemmtilegur og yfirvegaður eru meðal hæfniskrafna.

Veit einhver um kylfusvein fyrir Ólafíu? mynd/instagram-síða ólafíu

Þetta verður fyrsta mót Ólafíu á LPGA á tímabilinu. Hún hefur leikið á sex mótinu á Symetra-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Bandaríkjunum.

Þetta er þriðja árið í röð sem Ólafía keppir á Pure Silk Championship sem hét áður Kingsmill Championship. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn 2017 og 2018. Árið 2017 lék hún á fjórum höggum yfir pari og á pari árið eftir.

Ólafía tekur þátt á tveimur mótum í röð á LPGA en hún verður meðal þátttakenda á Opna bandaríska mótinu sem fer fram um næstu mánaðarmót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.