Egill Magnússon samdi við FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 13:00 Egill Magnússon með formanninum Ásgeiri Jónssyni og Sigursteini Arndal þjálfara. Vísir/Henry Bikarmeistarar FH-inga eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil og sömdu í dag við eina bestu skyttuna í Olís deildinni. Egill Magnússon skrifaði í dag undir þriggja ára samning við FH en hann hefur spilað með Stjörnunni síðustu tvö ár og hafði áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku í Danmörku. FH-ingar héldu blaðamannafund í Kaplakrika þar sem þeir kynntu nýjasta liðsmanninn. Sigursteinn Arndal er tekinn við sem þjálfari FH-liðsins af Halldóri Jóhanni Sigfússyni. FH tilkynnti líka að liðið væri búið að gera fjögurra ára samning við íþróttavöruframleiðandann Puma. Bose verður framan á búningnum sem er annars alhvítur. Egill er 23 ára gömul og 200 sentímetra há vinstri skytta sem er uppalinn í Garðabænum. Hann skoraði 110 mörk í 17 leikjum með Stjörnunni í deildarkeppninni en missti af úrslitakeppninni vegna meiðsla. Egill sló í gegn með Stjörnunni átján ára gamall tímabilið 2014 til 2015 og fór í framhaldinu til danska félagsins Team Tvis Holstebro. Hann hefur spilað með öllum unglingalandsliðum Íslands. Hann kom aftur heim haustið 2017 og hefur spilað með Stjörnuliðinu undanfarin tvö tímabil. Egill var með 5,8 mörk að meðaltali í leik 2017-18 og skoraði 6,5 mörk í leik á þessu tímabili. Á báðum tímabilum var hann í hópi markahæstu manna deildarinnar. Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Bikarmeistarar FH-inga eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil og sömdu í dag við eina bestu skyttuna í Olís deildinni. Egill Magnússon skrifaði í dag undir þriggja ára samning við FH en hann hefur spilað með Stjörnunni síðustu tvö ár og hafði áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku í Danmörku. FH-ingar héldu blaðamannafund í Kaplakrika þar sem þeir kynntu nýjasta liðsmanninn. Sigursteinn Arndal er tekinn við sem þjálfari FH-liðsins af Halldóri Jóhanni Sigfússyni. FH tilkynnti líka að liðið væri búið að gera fjögurra ára samning við íþróttavöruframleiðandann Puma. Bose verður framan á búningnum sem er annars alhvítur. Egill er 23 ára gömul og 200 sentímetra há vinstri skytta sem er uppalinn í Garðabænum. Hann skoraði 110 mörk í 17 leikjum með Stjörnunni í deildarkeppninni en missti af úrslitakeppninni vegna meiðsla. Egill sló í gegn með Stjörnunni átján ára gamall tímabilið 2014 til 2015 og fór í framhaldinu til danska félagsins Team Tvis Holstebro. Hann hefur spilað með öllum unglingalandsliðum Íslands. Hann kom aftur heim haustið 2017 og hefur spilað með Stjörnuliðinu undanfarin tvö tímabil. Egill var með 5,8 mörk að meðaltali í leik 2017-18 og skoraði 6,5 mörk í leik á þessu tímabili. Á báðum tímabilum var hann í hópi markahæstu manna deildarinnar.
Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira