Körfubolti

Sló Tindastólsliðið út úr úrslitakeppninni í vetur en gæti þjálfað liðið næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson messar yfir sínum mönnum.
Baldur Þór Ragnarsson messar yfir sínum mönnum. vísir/daníel
Baldur Þór Ragnarsson náði frábærum árangri á fyrsta tímabili sínu með lið Þór úr Þorlákshöfn en nú lítur út fyrir að hann ætli að yfirgefa félagið eftir aðeins eitt ár.

Ríkisútvarpið hefur heimildir fyrir því að Baldur Þór sé við það að skrifa undir samning um að þjálfa lið Tindastóls í Domino´s deild karla næsta vetur.

Auk Baldurs þá ætla Stólarnir líka að fá til sín Slóvenann Jaka Brodnik sem lék með Þórsliðinu í vetur og aldrei betur en í úrslitakeppninni.

Baldur myndi þá taka við stöðu Spánverjans Israel Martin sem lék af störfum eftir tímabilið.

Baldur og lærisveinar í Þórsliðinu slógu Tindastól út úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar á dögunum þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Tveir af þremur sigurleikjum Þórsliðins í einvíginu komu í Síkinu á Sauðárkróki.

Baldur Þór Ragnarsson er aðeins 29 ára gamall en vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í vetur þar sem liðið hans kom hvað eftir annað til baka. Frammistaða hans í mörgum leikhléunum sýndi að hér var kominn fram einn efnilegasta körfuboltaþjálfari landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×