Körfubolti

Fjórir ÍR-ingar eru þeir einu með meira 400 mínútur í þessari úrslitakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson.
Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Daníel

ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson hefur spilað flestar mínútur af öllum leikmönnum í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en liðsfélagar hans skipa næstu sæti listans.

ÍR-liðið er að fara spila sinn fimmtánda leik í þessari úrslitakeppni í oddaleiknum á móti KR í DHL-höllinni annað kvöld. Ekkert félag hefur spilað svo marga leiki í einni úrslitakeppni í allri sögu hennar frá 1984.

Matthías Orri vantar aðeins 8 mínútur og 6 sekúndur upp á það að spila 500 mínútur í þessari úrslitakeppni. Hann og þrír aðrir leikmenn úr ÍR-liðinu eru þeir einu sem hafa spilað yfir 400 mínútur í úrslitakeppninni.

Matthías Orri hefur þannig spilað 106 mínútum meira en Julian Boyd sem er mínútuhæstur í KR-liðinu með rúmlega 385 mínútur spilaðar.

KR-ingurinn Pavel Ermolinskij kemst líka upp í níunda sæti listans þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í samtals þrjár mínútur í síðustu tveimur leikjum.

Það hafa samtals verið 575 mínútur í boði í ÍR-leikjunum í úrslitakeppninni og hefur Matthías því verið 85 prósent leiktímans inn á vellinum. Matthías Orri er með 15,1 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.

Liðsfélagi hans Kevin Capers er einnig inn á topp fjögur þrátt fyrir að hafa verið rekinn út úr húsi í einum leik og tekið út leikbann í öðrum. Gerald Robinson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skipa annað og þriðja sæti listans.

Mínútuhæstir KR-inga eru auk Julian Boyd þeir Kristófer Acox og Mike Di Nunno.

Flestar spilaðar mínútur í úrslitakeppni Domino´s deildar karla 2019:
1. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR 491 mínúta:54 sekúndur
2. Gerald Robinson, ÍR     473:22
3. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, ÍR     465:28
4. Kevin Capers, ÍR     439:08
5. Julian Boyd, KR     385:26
6. Kristófer Acox, KR     369:54
7. Mike Di Nunno, KR     53:57
8. Brandon Rozzell, Stjarnan     325:12
9. Pavel Ermolinskij, KR     319:55
10. Nikolas Tomsick, Þór Þ.     318:30
13. Jón Arnór Stefánsson, KR     303:11
14. Sigurkarl Róbert Jóhannesson, ÍR     302:18
20. Sæþór Elmar Kristjánsson, ÍR 229:1
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.