Handbolti

Anton úr leik vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Anton Gylfi Pálsson
Anton Gylfi Pálsson vísir/bára
Einn besti handknattleiksdómari landsins, Anton Gylfi Pálsson, er meiddur og dæmir ekki í úrslitakeppninni í Olísdeild karla á næstunni. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun.

Anton Gylfi er alþjóðadómari og hafa hann og félagi hans, Jónas Elíasson, verið taldir besta eitt dómarapar Íslands síðustu ár.

Anton meiddist á kálfa á dögunum og getur því ekki dæmt á næstu dögum, en úrslitakeppni Olísdeildar karla er í fullum gangi.

Eftir því sem segir í frétt Morgunblaðsins er vonast eftir því að Anton gæti mögulega farið að beita sér á ný þegar líður á næstu viku. Jónas mun þó væntanlega vera að störfum þó Anton sé frá.

Næsti leikur úrslitakeppninnar er á morgun þegar Haukar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum. Selfoss og Valur spila sinn þriðja leik á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×