Golf

Ólafía komin inn á opna bandaríska

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn kampakát í Kaliforníu.
Ólafía Þórunn kampakát í Kaliforníu. mynd/ólafía þórunn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér í nótt farseðilinn á opna bandaríska meistaramótið í golfi en hún gerði sér lítið fyrir og vann úrtökumót í Kaliforníu.

Spilaðir voru tveir hringir en Ólafía lék hringina tvo á samtals 139 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún fór fyrri hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og þann síðari á tveimur höggum undir.

Í heildina fékk Ólafía Þórunn tíu fugla á holunum 36 sem spilaðar voru og fimm skolla en aðeins sigurvegarinn á úrtökumótinu í nótt átti möguleika á keppnisrétt á opna bandaríska sem er eitt af fimm risamótum ársins í kvennagolfinu.

Spennan var mikil því Dottie Ardina varð í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eða höggi á eftir Ólafíu. Hún er fyrsti varamaður inn af þessu móti og Naomi Soifua er annar varamaður.

Þetta verður annað árið í röð sem að Ólafía spilar á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þá verður þetta í sjöunda sinn sem að Ólafía spilar á risamóti á síðustu þremur árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.