Golf

Tiger fékk orðu frá Trump | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger var stoltur er hann fékk orðuna.
Tiger var stoltur er hann fékk orðuna. vísir/getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti heiðraði kylfinginn Tiger Woods í gær er hann veitti honum frelsisorðu forsetans í Hvíta húsinu.

Þetta er merkasta orðan sem venjulegir þegnar í Bandaríkjunum geta fengið. Tiger er nýbúinn að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hann varð hlutskarpastur á Masters-mótinu í síðasta mánuði.

„Vilji Tigers til þess að vinna er einstakur. Þessir eiginleikar eru einkennandi fyrir bandaríska andann þar sem fólk leggur allt á sig og er tilbúið að fórna miklu,“ sagði forsetinn við athöfnina.Sjálfur þakkaði Tiger móður sinni og börnunum sínum.

„Þið hafið séð það góða og slæma hjá mér. Hápunktana og sömuleiðis þegar ég hef verið langt niðri. Ég væri ekki hér án aðstoðar ykkar,“ sagði Tiger auðmjúkur.

Tiger er fjórði kylfingurinn sem hlotnast þessi heiður á eftir Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Charlie Sifford sem varð fyrsti þeldökki kylfingurinn sem komst inn á PGA-mótaröðina.

Þessi orða er jafnan veitt íþróttamönnum sem skarað hafa fram úr en á meðal þeirra sem einnig hafa fengið orðuna má nefna Michael Jordan, Muhammad Ali og Billie Jean King.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.