Friður og frelsi lundans í Akurey Líf Magneudóttir skrifar 1. maí 2019 07:00 Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Líf Magneudóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar