Golf

Mikil spenna fyrir lokahringinn á Hawaii

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henderson er efst á Lotte Championship ásamt Nelly Korda.
Henderson er efst á Lotte Championship ásamt Nelly Korda. vísir/getty

Brooke M. Henderson og Nelly Korda eru efstar og jafnar eftir fyrstu þrjá hringina á Lotte Championship sem fer fram á Hawaii. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.

Þriðji hringurinn var sísti hringur Korda á mótinu til þessa en hún lék hann á einu höggi undir pari.

Það gaf Henderson tækifæri til að komast upp að hlið hennar. Sú kanadíska lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari. Þær Korda eru báðar á samtals 14 höggum undir pari.

Henderson vann Lotte Championship í fyrra og getur orðið sú fyrsta til að vinna mótið tvisvar.

Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu var með tveggja högga forystu eftir annan hringinn. Hún náði hins vegar engan veginn á strik í nótt og lék þriðja hringinn á tveimur höggum yfir pari.

Ji er samt sem áður í 3. sæti mótsins ásamt Minjee Lee frá Ástralíu. Þær eru aðeins einu höggi á eftir Korda og Henderson.

Ariya Jutanugarn frá Tælandi lék best á þriðja hringnum og kláraði hann á sex höggum undir pari. Hún er í 5. sæti mótsins, tveimur höggum á eftir efstu konum.

Bein útsending frá lokahring Lotte Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.