Handbolti

Tíu íslensk mörk í sigri Ribe-Esbjerg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar skoraði sex mörk gegn Lemvig.
Rúnar skoraði sex mörk gegn Lemvig. vísir/getty

Ribe-Esbjerg vann Lemvig-Thyborøn, 30-26, í fyrsta leik sínum í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Rúnar Kárason skoraði sex mörk fyrir Ribe-Esbjerg líkt og Lukas Karlsson. Rúnar nýtti fjögur af sex skotum sínum utan af velli og skoraði úr báðum vítaköstunum sem hann tók. Rúnar gaf auk þess þrjár stoðsendingar.

Gunnar Steinn Jónsson stóð einnig fyrir sínu hjá Ribe-Esbjerg. Hann skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en í seinni hálfleik var Ribe-Esbjerg sterkari aðilinn.

Íslendingaliðið er með fjögur stig á toppi riðilsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.