Erlent

„Ég er afleiðing mistaka þinna“

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Volodymyr Zelenskiy, myndaður fyrir miðju, er annar forsetaframbjóðenda í Úkraínu.
Volodymyr Zelenskiy, myndaður fyrir miðju, er annar forsetaframbjóðenda í Úkraínu. Getty/Celestino Arce
Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. Þessi 41 árs gamli leikari er þekktur í heimalandi sínu  fyrir leik sinn í gamanþáttunum Servant of the People, þar sem hann leikur kennara sem fyrir ótrúlega heppni verður forseti landsins.

Þrátt fyrir að hafa engin skýr stefnumál eða kosningaloforð eru allar helstu kosningakannanir honum í hag. Kosningaherferð hans hefur samanstaðið af fyndnum myndböndum á Instagram síðu leikarans og uppistands „giggum“ og hann er án raunverulegs stuðningshóps.

Flestir segjast ætla að kjósa hann vegna þess að hinn kosturinn sé bara of slæmur, „Það eru 90% líkur á að hann verði hræðilegur, en ég ætla að kjósa hann þrátt fyrir það,“ sagði Alyona Sych, hjúkrunarfræðingur sem The Guardian talaði við í vikunni, „ég veit fyrir víst að núverandi forsetinn er hræðilegur, svo auðvitað kýs ég 10% líkurnar á að hlutir muni virkilega breytast.“

Á kappræðu á föstudag var augljóst hve raunverulegir stuðningsmenn Zelenskiy eru fáir en hans hluti áhorfendasvæðisins var aðeins hálf fullur á meðan andstæðingur hans, Poroshenko, fyllti áhorfendasvæði sitt.

„Ég er ekki andstæðingur þinn, ég er úrskurður. Ég er afleiðing mistaka þinna,“ sagði Zelenskiy við Poroshenko á kappræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×