Fleiri gæðastundir, færri vinnustundir! Rannveig Ernudóttir skrifar 22. apríl 2019 14:06 Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun