Handbolti

„Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og vorum mjög lélegir”

Gabríel Sighvatsson skrifar
Gunnar á hliðarlínunni.
Gunnar á hliðarlínunni. vísir/bára
„Við vorum bara engan veginn nógu góðir í dag, Stjörnuliðið var betra á öllum sviðum og áttu þetta skilið.” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir lélegan leik og tap hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni.

Hann var ekkert að skafa af hlutunum.

„Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og vorum mjög lélegir.”

Gunnar var óánægður með varnarleikinn og nýtinguna í dag. Þá var liðið lengi í gang sem gerði þeim enn erfiðara fyrir.

„Við skorum nú 25 mörk en förum sennilega með 10-15 dauðafæri. Það var ekki alveg svo erfitt en hinsvegar erum við að fá á okkur 33 mörk og þar liggur vandamálið, við erum að fá á okkur of mikið af mörkum. Við vorum ekki klárir, því miður.”

„Byrjum báða hálfleikana mjög illa en náum að vinna okkur inn í leikina aftur. Það vantar of mikið upp á og eins og ég segi við vorum bara ekki klárir í þetta. Stjarnan voru betri í dag og áttu þetta skilið, einfalt.”

Oddaleikur er framundan á milli liðanna á Ásvöllum og eru Haukar ákveðnir í því verkefni.

„Við þurfum að svara fyrir þetta. Úrslitaleikur, liðið sem vinnur fer áfram, hitt fer í sumarfrí. Við þurfum að mta klárir í þann slag og vitum hvað bíður okkar.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×