Handbolti

Fylkir skellti HK og er skrefi nær úrvalsdeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
HK fékk skell í dag.
HK fékk skell í dag. vísir/vilhelm

Fylkir kom flestum á óvart og gerði sér lítið fyrir og vann HK í fyrstu viðureign liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild kvenna á nsætu leiktíð, 24-22.

Fylkir, sem lék í Grill66-deildinni á leiktíðinni, var fjórum mörkum yfir í hálfleik og unnu að lokum með tveimur mörkum. Sterkur sigur Fylkis í Digranesinu.

HK réð ekkert við Hrafnhildi Irmu Jónsdóttur en hún skoraði tólf mörk. Næst kom Berglind Björnsdóttir með fimm mörk.

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir HK en næst kom Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir með sex mörk.

Fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki leikur í Olís-deildinni á næstu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.