Handbolti

Halldór: Vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór Jóhann er hættur með FH.
Halldór Jóhann er hættur með FH. vísir/bára
Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld er FH datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla.

„ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór.

Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12.

„Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór.

Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni.

„Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH.

„Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór.

„Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×