Handbolti

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hófst uppi í rjáfri Laugardalshallar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fram er búið að tapa einum úrslitaleik fyrir Val í vetur. Karen og stöllur hennar vilja ekki tapa öðrum
Fram er búið að tapa einum úrslitaleik fyrir Val í vetur. Karen og stöllur hennar vilja ekki tapa öðrum vísir/bára

Úrsliteinvígi Olísdeildar kvenna í handbolta hefst í kvöld með leik Vals og Fram í Origohöllinni að Hlíðarenda.

Fram er ríkjandi Íslandsmeistari, Valur er deildar- og bikarmeistari. Þessi lið mættust í bikarúrslitunum fyrr á árinu og voru í úrslitaeinvígi síðasta tímabils.

„Ég held þetta verði hörku einvígi. Þessi lið eru búin að spila bæði hörku vel í vetur,“ sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, í skemmtilegu myndbandi frá Olís sem birtist á Facebook í dag.

„Allir leikirnir eru búnir að vera frekar jafnir og hafa tapast bara á síðustu sekúndunum þannig að það er hörku einvígi framundan,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals.

Þær Díana og Karen mættust í skemmtilegum boltaþrautum í Laugardalshöll sem kannski gefur fyrirheit um hvað er í vændum í úrslitaeinvíginu. Útkomuna má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Leikur Vals og Fram er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, hefst útsendingin klukkan 19:00 og leikurinn hálftíma síðar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.