Körfubolti

Vestri vann Scania Cup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurlið Vestra.
Sigurlið Vestra. mynd/vestri

Drengjaflokkur Vestra (strákar fæddir 2002) varð í gær Scania Cup meistari í sínum aldursflokki eftir tveggja stiga sigur, 60-58, á Ulriken Eagles frá Noregi í úrslitaleik.

Vestri og Snæfell tefla fram sameiginlegu liði í drengjaflokki sem keppir undir merkjum Vestra. Sex úr liðinu koma frá Vestra og fjórir frá Snæfelli. Þjálfari þess er Nebojsa Knezevic.

Hugi Hallgrímsson skoraði 20 stig í úrslitaleiknum. Hann var langstigahæsti maður mótsins og var valinn besti leikmaður þess (Scania King).

Hugi var valinn í lið mótsins líkt og Ísak Örn Baldursson sem skoraði 14 stig í úrslitaleiknum.

Vestri lenti í 2. sæti síns riðils með einn sigur og eitt tap. Liðið vann hins vegar alla leiki sína í útsláttarkeppninni með samtals 48 stiga mun.

Stjarnan varð í 4. sæti í flokki drengja fæddra 2003. Orri Gunnarsson var valinn Scania Cup í þessum aldursflokki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.