Körfubolti

Björgvin til Grindavíkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin og Daníel undirrita samninginn.
Björgvin og Daníel undirrita samninginn. mynd/grindavík

Björgvin Hafþór Ríkharðsson er genginn í raðir Grindavíkur en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við þá gulklæddu.

Björgvin Hafþór er kraftmikill framherji sem hefur leikið með Tindastól og Skallagrími en hann var í Borgarnesi á nýyfirstaðinni leiktíð.Skallagrímur féll úr Dominos-deildinni á síðustu leiktíð en Björgvin var með tíu stig að meðaltali í leik í vetur. Að auki tók hann sjö fráköst og var með tæpar sex stoðsendingar að meðaltali.

Jóhann Þór Ólafsson hætti með Grindavík eftir leiktíðina og við skútunni tók Daníel Guðni Guðmundsson en í tilkynningu Grindavíkur kemur fram að talið sé niður í næstu fréttir af liðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.