Handbolti

Tímabilinu lokið hjá Alexander

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander hefur lokið leik í vetur.
Alexander hefur lokið leik í vetur. vísir/getty

Alexander Petersson leikur ekki meira með Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu vegna meiðsla.

Alexander meiddist í upphitun fyrir leik Löwen og Flensburg á sunnudaginn og eftir nánari skoðun er ljóst að hann missir af síðustu leikjum tímabilsins.

Alexander hefur skorað 90 mörk fyrir Löwen í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 4. sæti deildarinnar.

Alexander, sem verður 39 ára í byrjun júlí, skrifaði undir nýjan samning við Löwen í fyrra. Samningurinn gildir til sumarsins 2021.

Skyttan öfluga hefur verið í herbúðum Löwen frá 2012 og leikið í Þýskalandi síðan 2003.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.