Handbolti

Pawel heppinn að verða ekki að skúrki: „Ég hefði hent honum út úr húsinu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pawel, til hægri, er langt út úr markinu þegar Kristján fer í skotið.
Pawel, til hægri, er langt út úr markinu þegar Kristján fer í skotið. s2 sport

Selfoss fór áfram í undanúrslit Olísdeildar karla á eins dramatískan hátt og hægt er. Báðir leikirnir við ÍR voru háspennuleikir og í báðum leikjunum nýttu ÍR-ingar ekki færi til þess að jafna á síðustu sekúndunum.

Í fyrri leiknum á Selfossi fékk Kristján Orri Jóhannsson opið færi úr hægra horninu á síðustu sekúndum en skaut framhjá. Í seinni leiknum í Austurberginu átti Kristján Orri aftur síðasta skotið, í þetta skipti yfir allan völlinn en skotið fór í stöngina.

Það vakti athygli sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport að markvörður Selfyssinga, Pawel Kiepulski, var staðsettur mjög framarlega á vellinum og því ekki í stöðu til þess að verja skotið.

„Hann heldur að sendingin sé að fara út á vinstri vænginn og ætlar að komast inn í sendinguna,“ sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Þetta er bara alveg þrælsteikt,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Hvað er gæinn að gera maður?“

„Ef þessi bolti hefði farið inn, ég veit ekki hvað maður hefði gert sem leikmaður eða þjálfari Selfoss. Ég hefði hent honum út úr húsinu.“

Umræðuna og atvikið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Kiepulski slapp með skrekkinnAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.