Handbolti

Þorsteinn í Mosfellsbæinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorsteinn handsalar samninginn.
Þorsteinn handsalar samninginn. mynd/afturelding

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Afturelding og mun leika með liðinu í Olís-deild karla næstu þrjú árin.

Þorsteinn Gauti kemur frá Fram þar sem hann hafði leikið undanfarin ár en í vetur skoraði hann að meðaltali rúmlega fimm mörk í leik með Fram.

Þorsteinn var einn sprækasti leikmaður Fram í vetur sem náði ekki í úrslitakeppnina en bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarkeppninnar.

Afturelding datt 2-0 út gegn Val í átta liða úrslitunum Olís-deildarinnar en Einar Andri Einarsson verður áfram við stjórnvölinn.

Skyttan Elvar Ásgeirsson er á förum til Þýskalands og er reiknað með að Þorsteinn eigi að fylla hans skarð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.