Börn notuð sem barefli Heimir Hilmarsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Foreldraútilokun er það þegar barni er að ástæðulausu innrættar neikvæðar tilfinningar s.s. ótti, hatur og fyrirlitning í garð foreldris, oft í tengslum við forræðisdeilur. Barnið sýnir þá mjög sterka afstöðu með foreldrinu sem beitir útilokuninni en hafnar algerlega sambandi við hitt foreldrið. Foreldraútilokun er andleg og tilfinningaleg misnotkun á barni sem veldur því langvarandi skaða. Það innrætir því sjálfsfyrirlitningu og eykur líkur á kvíða, þunglyndi, áhættuhegðun, fíknisjúkdómum og vandræðum í nánum samböndum síðar á lífsleiðinni. Einnig má flokka foreldraútilokun sem fjölskylduofbeldi því tilgangur ofbeldisins er hefnd gagnvart fyrrverandi maka. Sem slíkt er þetta ofbeldi mjög áhrifaríkt, því það fer fram í skjóli þagnar og stuðnings samfélagsins. Annars vegar sér fólk ástríkt foreldri í góðu sambandi við barnið sitt og hins vegar foreldri sem barn hefur af einhverri ástæðu slitið öllu sambandi við. Feður og mæður beita þessu ofbeldi í líkum mæli en mæður eru líklegri til að komast upp með að útiloka börnin sín en feður. Foreldrar sem beita börn sín og fyrrverandi maka þessu ofbeldi eiga oft við persónuleikaröskun að stríða s.s. jaðarpersónuleikaröskun, sjálfhverfu eða siðblindu. Einstaklingar með persónuleikaraskanir af þessu tagi eiga oft mjög erfitt með að sjá eigin sök og eru afar tregir til að taka þátt í fjölskylduráðgjöf. Hætt er við að sáttamiðlun og samningar við slíka einstaklinga skili engu. Skömm og þöggun eru bestu vinir þeirra sem beita ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að draga þessi ljótu fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og ræða þau. Á Facebook-síðu og heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti má finna meiri fróðleik um foreldraútilokun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Foreldraútilokun er það þegar barni er að ástæðulausu innrættar neikvæðar tilfinningar s.s. ótti, hatur og fyrirlitning í garð foreldris, oft í tengslum við forræðisdeilur. Barnið sýnir þá mjög sterka afstöðu með foreldrinu sem beitir útilokuninni en hafnar algerlega sambandi við hitt foreldrið. Foreldraútilokun er andleg og tilfinningaleg misnotkun á barni sem veldur því langvarandi skaða. Það innrætir því sjálfsfyrirlitningu og eykur líkur á kvíða, þunglyndi, áhættuhegðun, fíknisjúkdómum og vandræðum í nánum samböndum síðar á lífsleiðinni. Einnig má flokka foreldraútilokun sem fjölskylduofbeldi því tilgangur ofbeldisins er hefnd gagnvart fyrrverandi maka. Sem slíkt er þetta ofbeldi mjög áhrifaríkt, því það fer fram í skjóli þagnar og stuðnings samfélagsins. Annars vegar sér fólk ástríkt foreldri í góðu sambandi við barnið sitt og hins vegar foreldri sem barn hefur af einhverri ástæðu slitið öllu sambandi við. Feður og mæður beita þessu ofbeldi í líkum mæli en mæður eru líklegri til að komast upp með að útiloka börnin sín en feður. Foreldrar sem beita börn sín og fyrrverandi maka þessu ofbeldi eiga oft við persónuleikaröskun að stríða s.s. jaðarpersónuleikaröskun, sjálfhverfu eða siðblindu. Einstaklingar með persónuleikaraskanir af þessu tagi eiga oft mjög erfitt með að sjá eigin sök og eru afar tregir til að taka þátt í fjölskylduráðgjöf. Hætt er við að sáttamiðlun og samningar við slíka einstaklinga skili engu. Skömm og þöggun eru bestu vinir þeirra sem beita ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að draga þessi ljótu fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og ræða þau. Á Facebook-síðu og heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti má finna meiri fróðleik um foreldraútilokun.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar