Leikjavísir

Bein útsending: Annar dagur Lenovodeildarinnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ætla má að barátta kvöldsins verði hörð. Keppt verður í CS:GO.
Ætla má að barátta kvöldsins verði hörð. Keppt verður í CS:GO. Fréttablaðið/ernir

Lenovodeildin heldur áfram göngu sinni í dag, en deildin hófst í gær. Í deildinni eigast við nokkur lið í tveimur leikjum. Annars vegar Counter Strike: Global Offensive og hins vegar League of Legends.

Í kvöld fara fram tveir leikir í CS:GO. Klukkan 19:30 mætast Dux Bellorum og Tropadeleet en klukkutíma síðar mun lið KR etja kappi við Hafið.

Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.

Fyrstu umferð mótsins lýkur síðan næstkomandi sunnudag þar sem öll liðin verða í eldlínunni og keppt verður í báðum leikjum. Dagskrá mótsins í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.