Handbolti

Bjarki Már sá rautt í mögnuðum endurkomusigri Berlínarrefanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði eitt mark áður en hann fékk rauða spjaldið.
Bjarki Már skoraði eitt mark áður en hann fékk rauða spjaldið. vísir/getty

Bjarki Már Elísson fékk að líta rauða spjaldið þegar Füchse Berlin vann endurkomusigur á Stuttgart, 33-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bjarki Már var rekinn út af þegar tíu mínútur voru eftir. Þá var Füchse Berlin þremur mörkum undir og skömmu síðar var munurinn orðinn fjögur mörk, 31-27.

Berlínarrefirnir áttu hins vegar magnaða endurkomu og unnu síðustu rúmu sjö mínútur leiksins, 7-2. Hans Lindberg skoraði sigurmarkið úr víti þegar leiktíminn var runninn út.

Bjarki Már skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin sem er í 6. sæti deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur liðsins í fimm deildarleikjum.

Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Pick Szeged eru í erfiðri stöðu eftir átta marka tap fyrir Vardar, 31-23, í Skopje í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Stefán Rafn skoraði tvö mörk fyrir ungversku meistarana sem voru 14-12 undir í hálfleik. Í seinni hálfleik var Vardar hins vegar miklu sterkari aðilinn og vann á endanum átta marka sigur, 31-23.

Seinni leikur liðanna fer fram sunnudaginn 5. maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.