Of dýrir bankar Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun