Körfubolti

Hákon á leið í háskólaboltann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hákon í leik með ÍR í vetur
Hákon í leik með ÍR í vetur vísir/bára
Hákon Örn Hjálmarsson er á leið út í bandaríska háskólaboltann og mun spila með liði Binghamton Bearcats.

Karfan.is greindi fyrst íslenskra miðla frá en liðið tilkynnti um komu Hákons á samfélagsmiðlum.

Hákon er nýorðinn tvítugur en hann hefur leikið stórt hlutverk með upppeldisfélagi sínu ÍR undan farið. Hann er með 10,8 stig að meðaltali í leik í vetur.

Hákon verður í eldlínunni í kvöld þegar ÍR tekur á móti KR í öðrum leik úrslitaseríunnar í Domino's deild karla. ÍR vann fyrsta leikinn í Vesturbænum og leiðir einvígið 1-0.



 


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld um Hákon: Nettur Teitur í honum

Hákon Örn Hjálmarsson hefur þurft að stíga upp og axla mikla ábyrgð í fjarveru Matthíasar Orra Sigurðarsonar í liði ÍR. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru mjög hrifnir af hinum unga Hákoni.

Borche: Án Hákons og Matta er liðið ekki nógu sterkt

Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×