Golf

Valdís Þóra í 62.-65.sæti í Marókko

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir vísir/let

Valdís Þóra Jónsdóttir lauk keppni í 62.-65.sæti á Lalla Maryem mótinu í golfi sem fram fór í Marokkó um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra lék lokahringinn á 76 höggum eða þremur höggum yfir pari. 

Hún lauk því mótinu á samtals þrettán höggum yfir pari en það var hin spænska Nuria Iturrios sem kom, sá og sigraði á mótinu. Hún lauk keppni á samtals þrettán höggum undir pari. Saman í 2.-3.sæti voru sænsku kylfingarnir Lina Boquist og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.