Handbolti

Besta varnarliðið mætir besta sóknarliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Undanúrslitaeinvígi Olísdeildar karla hefjast á morgun með tveimur leikjum. Deildarmeistarar Hauka fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn.

Í fjórða skipti á síðustu sex árum munu Haukar og ÍBV mætast í úrslitakeppninni. Liðin mættust síðast fyrir ári síðan og þá sópaði ÍBV Haukum úr keppni í undanúrslitunum. ÍBV átti svo eftir að fara og vinna titilinn.

„Þetta eru lið með mikla sögu og stemningin verður mögnum. Eyjamenn byrja sínar árlegu sætaferðir á morgun, höllin verður stútfull og mikil stemning,“ sagði Sigursteinn Arndal, handboltasérfræðingur Stöðvar 2, í kvöldfréttum.

Í hinni viðureigninni mætast Selfoss og Valur í Hleðsluhöllinni í Iðu.

„Það verður athyglisvert einvígi, besta varnarliðið á móti besta sóknarliðinu.“

Seinni bylgjan hefur upphitun á morgun klukkan 17:30 frá Selfossi. Leikur Hauka og ÍBV hefst svo klukkan 18:00 og Selfoss og Valur eigast við 20:15. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og leikirnir báðir gerðir upp eftir leik Selfoss og Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×