Handbolti

Segja Viktor Gísla á leið til Danmerkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gísli þykir mikið efni.
Viktor Gísli þykir mikið efni. vísir/bára
Viktor Gísli Hallgrímsson er á förum til danska úrvalsdeildarliðsins GOG samkvæmt heimildum RÚV.

Ef satt reynist verða þrír Íslendingar í herbúðum GOG á næsta tímabili. Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með GOG og Arnar Freyr Arnarsson gengur í raðir liðsins í sumar.

Viktor Gísli, sem er 18 ára, hefur leikið með Fram í Olís-deildinni undanfarin þrjú tímabil. Fram endaði í 10. sæti deildarinnar í vetur. Viktor Gísli var með 31,5% markvörslu á tímabilinu.

Viktor Gísli hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og hefur einnig leikið með A-landsliðinu. Hann var valinn í íslenska hópinn sem mætir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í vikunni.

Allir þrír markverðirnir sem eru hjá GOG yfirgefa félagið eftir tímabilið. Norðmaðurinn Ole Erevik leggur skóna á hilluna, Victor Bang fer til HÖJ og Frank Mikkelsen til Ringsted.

Sænski reynsluboltinn, Dan Beutler, er hins vegar á leið til GOG. Hann er 23 árum eldri en Viktor Gísli.

GOG endaði í 2. sæti dönsku deildarinnar. Eftir landsleikjahléið byrjar úrslitakeppnin um danska meistaratitilinn. Þar er GOG í riðli með Bjerringbro/Silkeborg, Skanderborg og Århus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×