Golf

Tiger Woods enn í baráttunni | Molinari efstur

Dagur Lárusson skrifar
Tiger Woods er í baráttunni.
Tiger Woods er í baráttunni. vísir/getty

Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi.
 
Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á  67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari.
 
Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til.
 
Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari.
 
Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum.
 
Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum.
 
Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.