Golf

Sextán mánuðir síðan Tiger var númer 1199 á heimslistanum og líkaminn var í molum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger fagnar.
Tiger fagnar. vísir/getty
Mögnuð endurkoma Tiger Woods var fullkomnuð í dag er hann vann Masters-mótið í fimmta skiptið á Augusta vellinum í Bandaríkjunum.

Það er ekki langt síðan að það var óvíst hvort að Tiger myndi spila golf aftur. Hann lenti í þrálátum meiðslum og mikil vandræði í einkalífinu.







Hann tók til í lífi sínu og vann í dag sinn fimmtánda risatitil en einungis sextán mánuðir eru síðan að Tiger var númer 1199 á heimslistanum. Nú er hann kominn í topp tíu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort að ný Tiger-tíð sé á næsta leyti.


Tengdar fréttir

Tiger Woods vann fimmta græna jakkann

Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum.

Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið

Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×