Golf

Tiger upp um sex sæti eftir sigurinn á Masters

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurreifur Tiger.
Sigurreifur Tiger. vísir/getty

Eftir sigurinn á Masters er Tiger Woods kominn upp í 6. sæti heimslistans í golfi. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna.

Tiger kom, sá og sigraði á Masters um helgina og vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár, eða síðan hann vann Opna bandaríska 2008. Þetta var fimmti sigur hans á Masters.

Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum. Jack Nicklaus á metið en hann vann 18 risamót á árunum 1962-86.

Á undanförnum mánuðum hefur Tiger tekið stór stökk á heimslistanum. Í nóvember 2017 var hann í 1199. sæti heimslistans en í árslok 2018 var hann kominn upp í 13. sætið.

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson, sem endaði í 2.-4. sæti á Masters, er á toppi heimslistans. Hann hefur sætaskipti við Englendinginn Justin Rose sem átti ekki gott Masters-mót.

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hefur sætaskipti við Norður-Írann Rory McIlroy í 3. sætinu. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er fimmti.

Stöðu efstu tíu manna á heimslistanum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Tiger Woods vann fimmta græna jakkann

Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum.

Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið

Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum.

Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum

Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.