Körfubolti

Hlynur: Breyttu einvíginu í körfubolta frá 10. áratugnum

Árni Jóhannsson skrifar
Hlynur í leik með Stjörnunni.
Hlynur í leik með Stjörnunni. VÍSIR/EYÞÓR

Fyrirliði Stjörnunnar var spurður að því hvort að það sem við sáum í kvöld hafi ekki verið eðlilegur Stjörnuleikur. Það er að segja að þeir hafi náð vopnum sínum aftur og spilað sinn leik.

„Jú við komumst í ágætis flæði. Það sem ÍR gerði eftir fyrsta leikinn og sem var fáránlega klókt hjá þeim. Borche náði að snúa mómentinu með þeim með því að gagnrýna dómgæsluna eftir fyrsta leik og snúa þessu upp í slagsmál, færði línuna ótrúlega oft.“

„Við höfðum um tvennt að velja, það er að væla yfir því eða taka svolítið á móti þeim. Mér fannst við ná flæði í okkar leik núna, þeir hafa unnið slagsmálin í undanförnum leikjum. Það hefur ekki vantað upp á baráttu hjá okkur heldur bara svona herslumuninn í lok leikja og þegar mest á reyndi.“

„Við höfðu náttúrlega Ægi sem var stórkostlegur en það hjálpaði mjög mikið að hafa aðra leikmenn til að stíga upp sem gáfu okkur auka búst í fyrri hálfleik.“

„Við þurfum algjörlega að nýta okkur rulluspilarana í næsta leik. Það hefur verið talað um breiddina hjá okkur í allan vetur það er ástæða fyrir því. Í seinasta leik þá nýttum við þá ekki nógu mikið, ég var til dæmis alveg búinn með bensínið og við þurfum þess ekki. Við erum alveg með nógu góða menn á bekknum til að taka álagið af okkur.“

Hlynur var svo að lokum beðinn um að leggja mat á það hvernig hann sæi leikinn fyrir sér á fimmtudaginn.

„Við ætlum að reyna að ná upp hraðanum og bara að taka á móti þeim strax því línan verður lögð strax. Eins og ég segi þá náðu þeir að breyta línunni, breyttu einvíginu í körfubolta frá 10. áratugnum og við verðum að vera klárir, njóta þess að spila og vera til.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.