Körfubolti

„Hneykslaður á að lið í efstu deild kvenna sé ekki með aðstoðarþjálfara“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Sérstakt atvik kom upp undir lok fjórða leiks KR og Vals í undanúrslitum Domino's deildar kvenna á sunnudaginn. Valur vann leikinn naumlega, 81-84, og einvígið 3-1.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir kom Val í 81-84 þegar 2,8 sekúndur voru eftir af leiknum. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, spurði fólkið á ritaraborðinu hvort hann ætti leikhlé eftir. Svo reyndist vera og Benedikt bað um leikhlé. Þá var leiktíminn hins vegar runninn út.

Ef Benedikt hefði fengið leikhléið hefði KR átt innkast á vallarhelmingi Vals, í góðri stöðu og með nógu mikinn tíma eftir á klukkunni til að ná góðu þriggja stiga skoti á körfuna. Þessi misskilningur reyndist því afar dýr fyrir KR.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds voru undrandi á því að Benedikt væri ekki með aðstoðarþjálfara sem hefði yfirsýn yfir það hversu mörg leikhlé liðið ætti eftir.

„Af hverju er hann ekki með aðstoðarmann? Hvaða fokking grín er þetta? Í alvöru talað. Ég er svo hneykslaður á þessu, að lið í efstu deild kvenna sé ekki með aðstoðarþjálfara,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

„Þetta er risastórt mál. KR hefði getað ákveðið hver ætti að taka síðasta skotið,“ bætti Fannar Ólafsson við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.