Körfubolti

„Ef ramminn er ekki í lagi er þetta algjört kjaftæði“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru frekar undrandi á því að Davíð Tómas Tómasson megi ekki dæma leiki hjá ÍR vegna Instagram-færslu sem hann birti í janúar.

Á myndinni sem Davíð Tómas birti sést hann með Matthíasi Orra Sigurðarsyni, leikstjórnanda ÍR, og í upprunalega textanum við myndina vísaði hann í tengsl þeirra við Vesturbæ Reykjavíkur.

„Ég veit ekki ef við ætlum að fara út í svona tengsl. Ég veit ekki hversu tengdir þessir strákar eru. Flestir hérna hafa verið saman í partíum og meira og minna allir þekkjast. Hversu djúpt ætlarðu að fara í þetta?“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Fannar Ólafsson segir að ramminn í þessum málum þurfi að vera skýr.

„Það eina er að það þarf að búa til ramma þannig að menn viti hvað þeir megi gera, eins og á samfélagsmiðlum. Ekki koma með eftir á reglur,“ sagði Fannar og tók svo stærra upp í sig. 

„Mér finnst þetta vera bull. Ramminn þarf að vera í lagi. Ef svo er ekki er þetta algjört kjaftæði.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.