Körfubolti

Pétur Rúnar framlengdi við Stólana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pétur Rúnar Birgisson
Pétur Rúnar Birgisson vísir/bára

Pétur Rúnar Birgisson verður áfram í herbúðum Tindastóls næsta vetur en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á dögunum.

Á síðustu dögum hefur Tindastóll sent frá sér miður skemmtilegar fréttir fyrir stuðningsmenn þeirra, Brynjar Þór Björnsson er á leiðinni frá félaginu og þá hefur Israel Martin ákveðið að hætta með liðið.

Í dag var tilkynnt um skemmtilegri fréttir en hópur lykilmanna skrifaði undir nýjan samning við félagið.

Þar ber helst að nefna Pétur Rúnar sem hefur verið einn besti leikstjórnandi Domino's deildarinnar. Hann skoraði 13,6 stig að meðaltali í leik með Stólunum í vetur.

Aðrir sem framlengdu samninga sína voru Viðar Ágústsson, fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson, Friðrik Þór Stefánsson, Axel Kárason, Hannes Ingi Másson og Örvar Freyr Harðarsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.