Virk samkeppni er kjaramál Valur Þráinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun