Handbolti

Arnór Freyr missir af úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Freyr verður fjarri góðu gamni í úrslitakeppninni.
Arnór Freyr verður fjarri góðu gamni í úrslitakeppninni. vísir/bára
Markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson verður ekki með Aftureldingu í úrslitakeppni Olís-deildar karla vegna meiðsla. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, staðfesti þetta við Vísi í dag.

Arnór Freyr meiddist í leik gegn Fram þann 3. apríl síðastliðinn. Hann hefur ekki enn náð sér og útséð er með þátttöku hans í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn.

Arnór Freyr kom til Aftureldingar fyrir tímabilið og hefur verið einn besti markvörður Olís-deildarinnar í vetur. Hann var með 35,1% markvörslu að meðaltali í leik í deildinni.

Hinn gamalreyndi Pálmar Pétursson fær núna stærra hlutverk hjá Aftureldingu. Auk hans hafa hinir ungu Björgvin Franz Björgvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson komið við sögu í marki Mosfellinga í vetur.

Afturelding sækir Val heim í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 19:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×