Handbolti

Arnór Freyr missir af úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Freyr verður fjarri góðu gamni í úrslitakeppninni.
Arnór Freyr verður fjarri góðu gamni í úrslitakeppninni. vísir/bára

Markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson verður ekki með Aftureldingu í úrslitakeppni Olís-deildar karla vegna meiðsla. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, staðfesti þetta við Vísi í dag.

Arnór Freyr meiddist í leik gegn Fram þann 3. apríl síðastliðinn. Hann hefur ekki enn náð sér og útséð er með þátttöku hans í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn.

Arnór Freyr kom til Aftureldingar fyrir tímabilið og hefur verið einn besti markvörður Olís-deildarinnar í vetur. Hann var með 35,1% markvörslu að meðaltali í leik í deildinni.

Hinn gamalreyndi Pálmar Pétursson fær núna stærra hlutverk hjá Aftureldingu. Auk hans hafa hinir ungu Björgvin Franz Björgvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson komið við sögu í marki Mosfellinga í vetur.

Afturelding sækir Val heim í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 19:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.