Handbolti

Ágúst Elí í undanúrslit og auðvelt hjá Stefáni í Ungverjalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst á HM í janúar.
Ágúst á HM í janúar.

Ágúst Elí Björgvinsson er kominn í undanúrslit í sænska boltanum eftir að Sävehof van eins marks sigur á Malmö, 29-28, í fjórða leik liðanna.

Sigurmarkið kom á lokasekúndu leiksins og vinnur Sävehof því einvígið 3-1. Frábær byrjun Ágústar á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en Sävehof er komið í undanúrslitin.

Stefán Rafn Sigurmannsson hafði hægt um sig er Pick Szeged vann tíu marka sigur á Sport36-Komló, 34-24, í ungversku úrvalsdeildinni í kvöld.

Stefán Rafn skoraði tvö mörk en bæði mörk Hafnfirðingsins komu af vítapunktinum. Szeged er á toppnum með 45 stig en Vezprém er í öðru sætinu með 38 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.