Handbolti

Bjarni og lykilmenn framlengja við ÍR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni verður áfram með ÍR.
Bjarni verður áfram með ÍR. vísir/vilhelm

Bjarni Fritzon verður áfram með ÍR í Olís-deild karla en hann skrifaði undir eins árs framlengingu á samnngi sínum við félagið í dag.

ÍR greindi frá þess á Fésbókarsíðu sinni en auk þess skrifuðu þeir Sturla Ásgeirsson, Kristján Orri Jóhannsson og Bergvin Þór Gíslason undir framlengingu á samningum sínum.Allir eru þeir lykilmenn í liði ÍR. Bergvin skoraði 45 mörk í deildarkeppninni í vetur, Kristján Orri skoraði 87 og Sturla gerði 103.

Þeir verða allir í eldlínunni er úrslitakeppnin byrjar á laugardaginn. ÍR etur kappi við Selfoss en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í undanúrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.