Handbolti

Sjáðu Ómar Inga fara á kostum í úrslitakeppninni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum í sigri Aalborg
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum í sigri Aalborg vísir
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik í fyrsta leik Álaborgar í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld.

Ómar Ingi skoraði níu mörk, eitt úr víti, og gaf fimm stoðsendingar í 30-22 sigri á Sönderjyske.

Lið Álaborgar er bikar- og deildarmeistari í Danmörku og byrjar úrslitakeppnina vel. Þar í landi er ekki spiluð úrslitakeppni eins og við eigum að venjast hér á landi með einvígum tveggja liða heldur er efstu liðunum skipt í tvo fjögurra liða riðla.

Með Álaborg og Sönderjyske í riðli eru Skjern og Holstebro.

Stórkostleg frammistaða Ómars í gær vakti verðskuldaða athygli og er danska deildin búin að taka saman myndband með mörkum hans frá því í gær sem má sjá hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×