Handbolti

Sjáðu Ómar Inga fara á kostum í úrslitakeppninni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum í sigri Aalborg
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum í sigri Aalborg

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik í fyrsta leik Álaborgar í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld.

Ómar Ingi skoraði níu mörk, eitt úr víti, og gaf fimm stoðsendingar í 30-22 sigri á Sönderjyske.

Lið Álaborgar er bikar- og deildarmeistari í Danmörku og byrjar úrslitakeppnina vel. Þar í landi er ekki spiluð úrslitakeppni eins og við eigum að venjast hér á landi með einvígum tveggja liða heldur er efstu liðunum skipt í tvo fjögurra liða riðla.

Með Álaborg og Sönderjyske í riðli eru Skjern og Holstebro.

Stórkostleg frammistaða Ómars í gær vakti verðskuldaða athygli og er danska deildin búin að taka saman myndband með mörkum hans frá því í gær sem má sjá hér að neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.