Körfubolti

Matthías Orri stóð við loforðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthías Orri mætir uppeldisfélagi sínu, KR; í úrslitum Domino's deildar karla.
Matthías Orri mætir uppeldisfélagi sínu, KR; í úrslitum Domino's deildar karla. vísir/anton

Matthías Orri Sigurðarson skoraði 20 stig þegar ÍR vann Stjörnuna, 79-83, í oddaleik um sæti í úrslitum Domino's deildar karla í gær.

Þetta er í fyrsta sinn sem ÍR-ingar komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar fyrir 35 árum. ÍR varð síðast Íslandsmeistari 1977. Í úrslitaeinvíginu mætir ÍR KR sem hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð.

ÍR tapaði fyrir Tindastóli, 3-1, í undanúrslitunum í fyrra. Eftir fjórða leikinn á Sauðárkróki lofaði Matthías að fara með ÍR í úrslit. Og hann hefur nú staðið við það. 

Hann ræddi þessi ummæli sín og fleira þegar hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matthías Orri í viðtali


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.