Enski boltinn

Heimildaþáttaröð um fyrsta tímabil Bartons hjá Fleetwood væntanleg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barton er afar umdeildur.
Barton er afar umdeildur. vísir/getty

Heimildaþáttaröð um fyrsta tímabil Joeys Barton við stjórnvölinn hjá Fleetwood Town er væntanleg.

Þáttaröðin nefnist A Season on the Edge. Þáttagerðarfólkið fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá Fleetwood og hjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá félaginu. Svipaðir þættir um síðasta tímabil hjá Sunderland vöktu mikla lukku.

Þáttagerðarfólkið fékk ótakmarkaðan aðgang að Barton sem tók við Fleetwood síðasta sumar. Þetta er hans fyrsta stjórastarf á ferlinum. 

Stiklu fyrir þáttaröðina má sjá hér fyrir neðan.

Barton, sem er þekktur vandræðagemsi, hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir meinta árás á stjóra Barnsley, Daniel Stendel, eftir leik við Fleetwood um helgina.

Barnsley hefur sent kvörtun til enska knattspyrnusambandsins vegna atviksins. Barton sver hins vegar af sér allar sakir í málinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.