Körfubolti

Lykilmenn framlengja við Grindavík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur og Sigtryggur Arnar glaðir á svip við undirskriftina.
Ólafur og Sigtryggur Arnar glaðir á svip við undirskriftina. mynd/grindavík
Tveir af lykilmönnum Grindavíkur hafa framlengt samninga sína við félagið, aðeins nokkrum dögum eftir að Grindvíkingar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Domino's deild karla.

Fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Grindavík og Sigtryggur Arnar Björnsson framlengdi til næstu tveggja ára.

Grindavík endaði í 8. sæti Domino's deildarinnar og tapaði svo fyrir Stjörnunni, 3-1, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Jóhann Þór Ólafsson stýrði Grindavík í síðasta sinn í fjórða leiknum gegn Stjörnunni á föstudaginn. Grindvíkingar hafa ekki enn tilkynnt um eftirmann hans.

Ólafur var með 14,2 stig, 7,8 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Sigtryggur Arnar skoraði 16,3 stig, tók 4,8 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar í leik.




Tengdar fréttir

Sjáðu klinkkastið í Grindavík

Ljótt atvik kom upp í Grindavík í gær þegar stuðningsmaður heimamanna kastaði klinki í Antti Kanervo, leikmann Stjörnunnar, undir lok leiks Stjörnunnar og Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×