Körfubolti

Baldur Þór: Aldrei liðið jafn vel

Axel Örn Sæmundsson skrifar
Baldur er búinn að koma Þór í undanúrslit á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Baldur er búinn að koma Þór í undanúrslit á sínu fyrsta tímabili með liðið. vísir/bára
„Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Ég held að það sé best að lýsa því þannig“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn dramatíska á Tindastóli í kvöld.

Þórsarar voru langt undir allan leikinn og virtust vera bensínlausir en einhvern vegin ná þeir að klóra í sigur hérna í kvöld. Hvað skilaði þessum sigri fyrir Þórsara?

„Bara þvílíkur karakter, gáfumst aldrei upp. Mættum orkunni sem þeir voru með, bara ótrúlegt,“ sagði Baldur.

Nicolas Tomsick og Kinu Rochford voru báðir haltrandi eftir leik og virtust vera eitthvað lemstraðir eftir þessa stórkostlegu viðureign.

„Já, þeir virðast báðir vera eitthvað að þeim, eitthvað í ristinni hjá Nick og Kinu með sömu meiðsli og hann hefur haft núna lengi,“ sagði Baldur.

Aðspurður að því hvort hann vildi fá KR eða Stjörnuna í undanúrslitum sagði þjálfarinn: „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast hérna, þannig við kíkjum bara á það þegar að því kemur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×