Nýliðar KA eiga tvo af þremur markahæstu mönnum Olís-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 13:00 Tarik Kasumovic hefur skorað flest mörk allra utan af velli. Vísir/Bára FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er kominn með níu fingur á markakóngstitilinn í Olís deild karla í handbolta en hann hefur átta marka forystu fyrir lokaumferðina. Ásbjörn Friðriksson hefur skorað 142 mörk í 20 leikjum í deildinni í vetur eða 7,1 mark að meðaltali í leik. Ásbjörn skoraði fimm mörk í öruggum sigri FH-liðsins í gærkvöldi. Það vekur hins vegar athygli að tveir leikmenn nýliða KA eru í næstu tveimur sætum en það eru skytturnar Tarik Kasumovic og Áki Egilsnes. Tarik er með 134 mörk en Áki er 17 mörkum á eftir Ásbirni og níu mörkum á eftir liðsfélaga sínum. Tarik Kasumovic er sá leikmaður deildarinnar sem hefur skorað flest mörk utan af velli. Hann nefnilega ekki tekið víti og öll 134 mörkin hans eru utan af velli. Ásbjörn hefur skorað 52 mörk úr vítum og 90 mörk utan af velli. Áki Egilsnes er með 19 mörk úr vítum og 106 mörk utan af velli. Alls hafa ellefu leikmenn í deildinni skorað meira en hundrað mörk og það gæti fjölgað í þeim hópi í lokaumferðinni. Af þessum ellefu eru sex leikmenn með meira en hundrað mörk utan af velli en það eru Tarik Kasumovic, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Egill Magnússon, Áki Egilsnes, Elvar Örn Jónsson og Elvar Ásgeirsson. Haukar eru deildarmeistarar en enginn leikmaður liðsins er meðal fjórtán markahæstu leikmanna deildarinnar. Atli Már Báruson er í 15. sæti með 94 mörk og Heimir Óli Heimisson er tveimur mörkum á eftir í 16. sætinu Akureyringurinn Ihor Kopyshynskyi er markhæsti hornamaður deildarinnar og Heimir Óli er markahæsti línumaðurinn.Markahæstu leikmenn Olís deildar karla 2018-19:(Tölur frá HB Statz á heimasíðu HSÍ) 142 - Ásbjörn Friðriksson, FH 134 - Tarik Kasumovic, KA 125 - Áki Egilsnes, KA 118 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Fram 115 - Elvar Örn Jónsson, Selfoss 110 - Egill Magnússon, Stjörnunni 109 - Aron Dagur Pálsson, Stjörnunni 108 - Magnús Óli Magnússon, Val 103 - Anton Rúnarsson, Val 101 - Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu 101 - Ihor Kopyshynskyi, Akureyri - Næstir inn á hundrað marka listann eru ÍR-ingarnir Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson sem báðir hafa skorað 98 mörk. Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er kominn með níu fingur á markakóngstitilinn í Olís deild karla í handbolta en hann hefur átta marka forystu fyrir lokaumferðina. Ásbjörn Friðriksson hefur skorað 142 mörk í 20 leikjum í deildinni í vetur eða 7,1 mark að meðaltali í leik. Ásbjörn skoraði fimm mörk í öruggum sigri FH-liðsins í gærkvöldi. Það vekur hins vegar athygli að tveir leikmenn nýliða KA eru í næstu tveimur sætum en það eru skytturnar Tarik Kasumovic og Áki Egilsnes. Tarik er með 134 mörk en Áki er 17 mörkum á eftir Ásbirni og níu mörkum á eftir liðsfélaga sínum. Tarik Kasumovic er sá leikmaður deildarinnar sem hefur skorað flest mörk utan af velli. Hann nefnilega ekki tekið víti og öll 134 mörkin hans eru utan af velli. Ásbjörn hefur skorað 52 mörk úr vítum og 90 mörk utan af velli. Áki Egilsnes er með 19 mörk úr vítum og 106 mörk utan af velli. Alls hafa ellefu leikmenn í deildinni skorað meira en hundrað mörk og það gæti fjölgað í þeim hópi í lokaumferðinni. Af þessum ellefu eru sex leikmenn með meira en hundrað mörk utan af velli en það eru Tarik Kasumovic, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Egill Magnússon, Áki Egilsnes, Elvar Örn Jónsson og Elvar Ásgeirsson. Haukar eru deildarmeistarar en enginn leikmaður liðsins er meðal fjórtán markahæstu leikmanna deildarinnar. Atli Már Báruson er í 15. sæti með 94 mörk og Heimir Óli Heimisson er tveimur mörkum á eftir í 16. sætinu Akureyringurinn Ihor Kopyshynskyi er markhæsti hornamaður deildarinnar og Heimir Óli er markahæsti línumaðurinn.Markahæstu leikmenn Olís deildar karla 2018-19:(Tölur frá HB Statz á heimasíðu HSÍ) 142 - Ásbjörn Friðriksson, FH 134 - Tarik Kasumovic, KA 125 - Áki Egilsnes, KA 118 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Fram 115 - Elvar Örn Jónsson, Selfoss 110 - Egill Magnússon, Stjörnunni 109 - Aron Dagur Pálsson, Stjörnunni 108 - Magnús Óli Magnússon, Val 103 - Anton Rúnarsson, Val 101 - Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu 101 - Ihor Kopyshynskyi, Akureyri - Næstir inn á hundrað marka listann eru ÍR-ingarnir Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson sem báðir hafa skorað 98 mörk.
Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira