Stefnum á annað sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. apríl 2019 14:00 Axel var nokkuð sáttur með riðil íslenska liðsins. Fréttablaðið/anton Brink Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita