Stjörnumenn léku sér að ÍR-ingum í fyrsta leik undanúrslita Domino´s deildar karla í körfubolta í gær.
ÍR var reyndar fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 20-16, en Stjarnan vann á endanum 33 stiga sigur, 96-63.
Leikur ÍR-ingar hrundi í öðrum leikhluta og Stjörnumenn unnu síðan þriðja leikhlutann með tuttugu stigum (33-13).
Þetta er versta byrjun liðs í undanúrslitum úrslitakeppni karla í þrettán ár síðan síðan í úrslitakeppninni 2006. Þetta er enn fremur fjórði stærsti sigurinn í upphafsleik undanúrslita í 35 ára sögu úrslitakeppninnar.
Það þarf að fara langt aftur til að finna annan eins rassskell í fyrsta leik hjá tveimur af fjórum bestu liðum landsins.
Njarðvíkingar unnu KR-inga með 36 stigum í fyrsta leik undanúrslitanna 2006 en það er næststærsti sigurinn í fyrsta leik í undanúrslitunum.
Keflvíkingar eiga áfram metið en þeir unnu 44 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik undanúrslitanna vorið 2003.
Á síðustu árum var stærsti skellurinn 30 stiga tap Hauka á Sauðárkróki í undanúrslitum 2015 en Tindastóll vann þann leik 94-64.
Stærstu sigrar í fyrsta leik í undanúrslitum í sögu úrslitakeppni karla:
44 stig - Keflavík vann Njarðvík 108-64 (2003)
36 stig - Njarðvík vann KR 101-65 (2006)
34 stig - Keflavík vann Skallagrím 105-71 (1993)
33 stig - Stjarnan vann ÍR 96-63 (2019)
30 stig - Tindastóll vann Hauka 94-64 (2015)
28 stig - KR vann Keflavík 102-74 (2009)
28 stig - Grindavík vann Snæfell 110-82 (2009)
22 stig - Tindastóll vann Keflavík 109-87 (2001)
Versta byrjun liðs í undanúrslitum í þrettán ár
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

