Þórsliðið endaði síðasta leik sinn á móti KR á 22-0 spretti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 16:15 Kinu Rochford skoraði fimm fleiri stig en allt KR-liðið og tók einu meira af fráköstum en allir KR-ingar til saman á síðustu 6:45 í síðasta leik KR og Þórs í deildinni. Vísir/Daníel Baldur Þór Ragnarsson og lærisveinar hans í Þórsliðinu frá Þorlákshöfn eru á 22-0 spretti á móti KR þegar þeir heimsækja Vesturbæinga í DHL-höllina í kvöld. KR-ingar hafa ekki skorað eitt einasta stig á síðustu tæpu sjö mínútum sínum á móti Þór. KR tekur á móti Þór í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Domino´s Körfuboltakvöld er að sjálfsögðu á staðnum og hefst útsending klukkan 18.30 eða 45 mínútum fyrir leik. Umfjöllun verður líka á meðan leiknum stendur, í hálfleik og svo verður leikurinn gerður upp eftir að lokaflautið gellur. Þetta er fyrsti leikur Þórsara eftir ótrúlega endurkomu liðsins á Sauðárkróki í upphafi vikunnar og um leið fyrsti innbyrðis leikur liðanna síðan að Þórsliðið kom til baka í deildarleik liðanna í Þorlákshöfn í janúar. KR var 88-73 yfir í Þorlákshöfn 17. janúar eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar þegar 6 mínútur og 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta reyndist vera síðasta karfa og síðustu stig KR-inga í leiknum. Þórsarar unnu lokakaflann 22-0 og tryggðu sér 95-88 sigur. KR-liðið klikkaði á síðustu níu skotum sínu í leiknum en þau tóku bara þrír menn eða þeir Mike Di Nunno (4), Helgi Már Magnússon (3) og Kristófer Acox (2).Stig leikmanna síðustu 6:45 í síðasta leik KR og Þórs í vetur: Nikolas Tomsick, Þór - 6 stig Kinu Rochford, Þór - 5 stig Davíð Arnar Ágústsson, Þór - 5 stig Jaka Brodnik, Þór - 4 stig Halldór Garðar Hermannsson, Þór - 2 stig Allt KR-liðið - 0 stigTölfræði liðanna síðustu 6:45 í síðasta leik KR og Þórs í vetur: 91% skotnýting hjá Þór (10 af 11) 5 tapaðir boltar hjá Þór 8 fráköst hjá Þór 0% skotnýting hjá KR (0 af 9) 4 tapaðir bolar hjá KR 2 fráköst hjá KR Dominos-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson og lærisveinar hans í Þórsliðinu frá Þorlákshöfn eru á 22-0 spretti á móti KR þegar þeir heimsækja Vesturbæinga í DHL-höllina í kvöld. KR-ingar hafa ekki skorað eitt einasta stig á síðustu tæpu sjö mínútum sínum á móti Þór. KR tekur á móti Þór í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Domino´s Körfuboltakvöld er að sjálfsögðu á staðnum og hefst útsending klukkan 18.30 eða 45 mínútum fyrir leik. Umfjöllun verður líka á meðan leiknum stendur, í hálfleik og svo verður leikurinn gerður upp eftir að lokaflautið gellur. Þetta er fyrsti leikur Þórsara eftir ótrúlega endurkomu liðsins á Sauðárkróki í upphafi vikunnar og um leið fyrsti innbyrðis leikur liðanna síðan að Þórsliðið kom til baka í deildarleik liðanna í Þorlákshöfn í janúar. KR var 88-73 yfir í Þorlákshöfn 17. janúar eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar þegar 6 mínútur og 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta reyndist vera síðasta karfa og síðustu stig KR-inga í leiknum. Þórsarar unnu lokakaflann 22-0 og tryggðu sér 95-88 sigur. KR-liðið klikkaði á síðustu níu skotum sínu í leiknum en þau tóku bara þrír menn eða þeir Mike Di Nunno (4), Helgi Már Magnússon (3) og Kristófer Acox (2).Stig leikmanna síðustu 6:45 í síðasta leik KR og Þórs í vetur: Nikolas Tomsick, Þór - 6 stig Kinu Rochford, Þór - 5 stig Davíð Arnar Ágústsson, Þór - 5 stig Jaka Brodnik, Þór - 4 stig Halldór Garðar Hermannsson, Þór - 2 stig Allt KR-liðið - 0 stigTölfræði liðanna síðustu 6:45 í síðasta leik KR og Þórs í vetur: 91% skotnýting hjá Þór (10 af 11) 5 tapaðir boltar hjá Þór 8 fráköst hjá Þór 0% skotnýting hjá KR (0 af 9) 4 tapaðir bolar hjá KR 2 fráköst hjá KR
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira