Kim í forystu á fyrsta risamóti ársins 6. apríl 2019 08:09 Kim spilaði vel í gær. Vísir/Getty In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag. Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag.
Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira